engilráð andarungi
fyrir Sjónarhól, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir
Gefum bros, gefum kæti,
gefum full af þakklæti.
Gefum hlátur, gefum fús,
gefum faðmalg, pínu knús.
(Úr Kærleikskverk, 2008)
Árið 2003 bjó Eva til fígúruna Engilráð andarunga, einkennisfugl Sjónarhóls. Engilráð er teiknuð af Kára Gunnarssyni. Efnisgerð um þessa andríku önd hefur miðað að því að miðla ákveðnum grunnhugmyndum og gildum úr starfi Sjónarhóls – eins og umburðarlyndi, frelsi, virðingu, samhjálp, náungakærleika
og ábyrgð.
Tuskudýr / handbrúða
Engilráð hefur verið framleidd sem tuskudýr og handbrúða.
Barnaefni fyrir sjónvarp
Frá árinu 2003 hefur Eva, í samstarfi við Sjónarhól, RÚV, Eggert Gunnarsson framleiðanda, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu, Menntasvið Reykjavíkurborgar, Velferðarsjóð barna skrifað fjórar þáttaraðir fyrir sjónvarp með áherslu á samfélag fyrir alla.
Prentað efni
Eva hefur skrifað um sjötíu örleikrit með inntakinu samfélag fyrir alla, gert verkefnabækur og fleira þar sem Engilráð er í aðalhlutverki – sjá nánar.
Faðmlagið
Faðmlagið er uppáhaldslag Engilráðar – lagið er eftir Ólafíu Hrönn Jónsdóttur
og textinn eftir Evu.
Verkefni
Þroskandi verkefni til að leysa hafa verið birt í barnablaði Morgunblaðsins.