top of page
Þórarinn, Snæfríð, Hildigunnur and the Cat

jólaóróar SLF

fyrir Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra


Óþekkustu bræður í heimi, hræðilegu foreldrar þeirra og kötturinn þeirra ógurlegi hafa kryddað aðventuna og jólin á Íslandi í gegnum árin – vakið endalausa kátinu, stundum svolítinn ótta ... en jafnan dýrmætar minningar.

 

Í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra leiða hönnuðir og skáld saman hesta sína og túlka einhvern úr þessari vinsælustu fjölskyldu landsins í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Hér fara því saman íslenskur menningar-arfur, ritsnilld og hönnun, ásamt mikilsverðu málefni. Við tendrun Oslóartrésins á Austurvelli er tréð fagurskreytt óróa ársins og kvæðið lesið fyrir fjöldann.

 

Óróarnir eru seldir í desember ár hvert og rennur allur ágóði til Æfingastöðvarinnar, en stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

 

Netverslun hér.

 

 

 


 

 

 

 

Fremstu hönnuðir og skáld þjóðarinnar
hafa lagt málefninu lið:

 

2006 - Sigga Heimis og Sjón

2007 - Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Andri Snær Magnason

2008 - Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason

2009 - Hrafnkell Birgisson og Gerður Kristný

2010 - Snæfríð Þorsteinsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir
          og Þórarinn Eldjárn

2011 - Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir

2012 - Þórunn Árnadóttir og Bragi Valdimar Skúlason

2013 - Siggi Eggertsson og Vilborg Dagbjartsdóttir 

2014 - Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens 

2015 - Steinunn Sigurðardóttir og Sigurður Pálsson 

2016 - Signý Kolbeinsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson

2017 - Guðmundur Oddur Magnússon og Ásta F. Sigurðardóttir

2018 - Dögg Guðmundsdóttir og Dagur Hjartarson

2019 - HAF Studio og Linda Vilhjálmsdóttir

2020 - Siggi Odds og Þórdís Gísladóttir

2021 - Arnar&Arnar og Kristín Svava Tómasdóttir

 

 

bottom of page