Ungur riddari les Nálu
Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Mismunandi kápur Nálu
Ungur riddari les Nálu
„Ekkert er skemmtilegra en að skoða og lesa góðar barnabækur og hér
er ein, fallegt listaverk sem byggir á íslenskum menningararfi.
Þessi saga býr yfir miklum og margvíslegum boðskap: með ólíkri nálgun og lífsafstöðu getur það sem eyðir og grandar skapað frið og kærleika. Þannig viljum við sjá heiminn.“
Vigdís Finnbogadóttir
nála – riddarasaga
„Riddarinn barðist á láði sem legi,
á úfnum sjó og upp til sveita,
í borgum og blómlegum bæjum.
Hvar sem var.“
(Nála, 2014)
Hugumstór er vígdjarfur og einstaklega sigursæll riddari.
Já, það bókstaflega rignir yfir hann orðunum. Hann fer um lönd og álfur og berst við allt sem á vegi hans verður – dreka sem drottningar. Einn góðan veðurdag mætir hann svo stúlkunni Nálu.
Eva var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 fyrir Nálu-riddarasögu, en hún er höfundur texta og mynskreytinga. Eva sækir innblástur í íslenskan menningararf – sagnahefð og útsaum.
Snæfríð Þorsteins annaðist uppsetningu og kápuhönnun.
Nála var gefin út árið 2014 á íslensku og ensku, hjá Sölku og haustið 2018 kom hún út á þýsku hjá Kullerkupp Kinderbuch Verlag.